Skilmálar - keyofmarketing

Skilmálar

Við hjá Key Of Marketing viljum að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir og  viti t.a.m. hvernig við söfnum, notum, deilum og verndum upplýsingar um þá. 
Með því að hafa samskipti við Key Of Marketing gegnum heimasíðuna okkar og farsímaforritið samþykkir þú notkun upplýsinga sem safnað er og þeirra sem lagðar eru fram eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu.

 

Við leitumst við að betrumbæta persónuverndarstefnu okkar jafn óðum til að hafa  hana eins góða og mögulegt er fyrir viðskiptavini okkar.  Við hvetjum þig til að skoða stefnuna reglulega. Ef þú, á einhverjum tímapunkti,  vilt ekki að upplýsingaum um þig  sé safnað saman, þær notaðar og fluttar eins og samþykkið gefur til kynna, getur þú afturkallað samþykki þitt. 
Til að afturkalla samþykki þarf að senda tölvupóst á team@keyofmarketing.com. 
Ef samþykki er afturkallað er reikningur viðskiptavinar fjarlægður af vefsíðu okkar auk allra upplýsinga sem tengjast viðkomandi.

Gildissvið þessarar stefnu

Þessi stefna gildir um þær upplýsingar sem safnað er og/eða eru notaðar á vefsvæðum og forritum í eigu eða er stjórnað af Key Of Marketing ehf.  Þessi stefna gildir um alla þá þjónustu sem Key Of Markerting ehf og samstarfsaðilar veita.

Upplýsingsöfnun 

Key Of Marketing ehf safnar upplýsingum í þeim tilgangi að veita bestu mögulegu þjónustu. Persónuleg og einstaklingsbundin þjónusta er okkur mikilvæg.

Við söfnum upplýsingum á eftirfarandi hátt:

Upplýsingar sem viðskiptavinur gefur okkur. Key Of Marketing ehf geymir persónuupplýsingar þegar þú stofnar reikning. Nafn, netfang, fæðingardagur, kyn, póstnúmer og þess háttar og einnig þegar þú notar spjallborðið okkar, sem er hluti af þjónustunni.

Allar upplýsingar um notkun viðskiptavina á þjónustu Key Of Marketing ehf safnast saman, hvort sem um ræðir notkun vefsíðu eða farsímaforrits. Key Of Marketing ehf tengir auðkenni tækja eða símanúmera við Key Of Marketing ehf reikning viðkomadi og auðveldar þannig aðgengi og notkun fyrir viðskiptavini.


Tölvupóstsamskipti

Til að gera samvinnu okkar eins öfluga og mögulegt er og tölvupóstsamskipti okkar gagnlegri og áhugaverðari  fáum við staðfestingu þegar þú opnar tölvupóst frá Key Of Marketing ehf og samstarfsaðilum, ef tölvan þín styður þann möguleika.

Key Of Marketing ehf er virkt á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram. 
Möguleiki er að hafa samband á slíkum miðlum en mælum við eindregið með samskiptum gegnum tölvupóstinn okkar, team@keyofmarketing.com. Samskiptin verða markvissari þannig og þannig söfnum við einnig upplýsingum og vinnum prófíl fyrir hvern og einn.   

 

Þú stjórnar þinni skráningu

Fréttabréf okkar og tölvupóstar opna þér þann möguleika að leita að vörum, skoðað framboð, verð, afsláttarkóða og lesa umsagnir. Þú getur fylgst með pöntunum þínum, uppfærðum reikningsupplýsingum margt fleira sem nýtist í samvinnu okkar að þínu markmiði.

Við hjá Key Of Marketing ehf viljum bjóða upp á gagnvirka eiginleika á vefsíðu og í farsímaforriti, svo sem umsagnir um vörur og þjónustu auk þess að bjóða upp á vikuleg tilboð.

Key Of Marketing ehf mun senda  kynningar, fréttabréf, tölvupóst, sms skilaboð, tilkynningar um afslætti og daglega hvatningu. Reglulega munum við hjá Key Of Marketing ehf stofna til keppni fyrir þá sem vilja og einnig gefa viðskiptavinum tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri t.a.m. með könnunum. Viðskiptavinur getur hvenær sem er slökkt á skilaboðasendingum frá Key Of Marketing ehf í farsíma með því að breyta stillingum. 

Upplýsingar sem við deilum

Við deilum aldrei persónuupplýsingum með fyrirtækjum, samtökum eða einstaklingum utan Key Of Marketing ehf, öll samskipti við viðskipavini okkar eru trúnaðarmál. 
Ekki er gerð undantekning á þessu nema eitthvað af eftirfarandi atriðum eigi við:

Með samþykki viðskiptavinar: Við deilum einungis upplýsingum utan Key Of Marketing ehf þegar við höfum skriflegt samþykki viðkomandi fyrir því. Þegar undantekning er gerð á það við um umsagnir eða umfjöllun sem tengist Key Of Marketing ehf og/eða viðskiptavinur óskar eftir upplýsingunum sjálfur, skriflega.

 

 

Öryggi tölvupósts

Við hjá Key Of Marketing ehf biðjum ekki um persónuupplýsingar, aðgangsorð, kreditkortaupplýsingar eða aðrar upplýsingar með tölvupósti. Ef viðskiptavinur fær slíkan tölvupóst er hann ekki frá okkur og bendum á að senda aldrei slíkar upplýsingar með tölvupósti.

 

Lög og varnarþing

Samingur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Endurgreiðslustefna

Námskeið fást ekki endurgreidd og þeim ekki hægt að skila.