Grafískur hönnuður óskast - keyofmarketing

Grafískur hönnuður óskast

Við hjá Key Of Marketing óskum eftir lausnameistara í grafískri hönnun sem hefur brennandi áhuga á öllu því sem tengist efnissköpun.

Einhver sem getur hugsað út fyrir boxið og tekist á við áskoranir sem virðast ómögulegar.

Einhver með ferska sýn og næmt auga fyrir smáatriðum.

Einhver sem getur höfðað til tilfinninga fólks með gullfallegum auglýsingum.

Einhver sem vinnur hratt og sýnir mikið frumkvæði í starfi.

Einhver sem vinnur mjög vel í hópi en getur á sama tíma unnið einn.

Starfslýsing:

- Hönnun á auglýsingum fyrir samfélagsmiðla, sjónvarp, bíóhús, prentmiðla og fréttamiðla.

- Lógó hönnun, bréfsefni, vöruumbúðir.

- Hönnun fyrir vefsíður

- Hugmyndavinna fyrir auglýsingaefni

- Ýmis önnur tilfallandi verkefni tengd efnissköpun

Það sakar ekki ef viðkomandi er með reynslu af myndbandagerð, litvinnslu, klippivinnu og í rauninni öllu því sem tengist efnissköpun!

Við hvetjum fólk af öllum kynjum, kynþáttum, þjóðernum og lífsskoðunum að sækja um!

Við hvetjum umsækjendur að senda inn verkefni sem þau hafa unnið ásamt ferilsskrá.